Photoset

Sunnudagurinn 27.07.14

Það var ofboðslega erfitt að koma sér af stað og það var svona pínu letiblóð í manni…
Elías byrjaði samt strax á fullu í eldhúsinu á meðan ég rúllaði eina umferð yfir “græna herbergið” sem er núna orðið hvítt eins og stofan.
Gerða syst bauðst til þess að þrífa fitu/reykingaskánina af skápunum úr eldhúsinu og ég gat ekki sagt nei við því afþví ég sá fram á að ég hefði verið með æluna í kokinu allan tímann ef ég hefði þurft að gera það :/

Svo var klukkan bara allt í einu orðin fimm og við ákváðum að segja þetta gott í bili; við verðum þá kannski búin að jafna okkur á vinnutörninni áður en við byrjum á þeirri næstu :)

Photoset

Laugardagurinn 26.07.14

Á laugardeginum gekk Elías strax í það að skrúfa allt í sundur… dósirnar á veggjunum, ljósin úr loftinu, og ógeðslega fataskápinn sem var inni í þvottahúsi.
Svo skutlaðist hann til Reykjavíkur til þess að kaupa eitthvað til þess að ná restinni af málningunni af flísunum, og til að athuga hvort einhver gæti sagt okkur til um hvernig við ættum að gera útaf við hraunið á veggjunum.

Sigurður Helgi kom og kláraði að orfa garðinn, og allt í allt voru þetta sex troðfullir svartir ruslapokar af frumskógi!

Á meðan Siggi sló fór ég að mála :)
Ég var svakalega spennt og ákvað að byrja á loftinu inni í “græna herberginu” og komst að því þegar ég var að kítta meðfram og mála fínu flottu loftlistana að þeir eru úr frauðplasti.
Og ég komst líka að því að ég er með athyglisbrest og mér finnst hundleiðinlegt að mála loft… en svo heppilega vildi til að tengdó kíktu í heimsókn þegar ég var nýbyrjuð á loftinu inni í stofu, og þar sem Raggi tók málningargallann sinn með þá fékk hann bara það skemmtilega verk að halda áfram með það sem ég nennti ekki að klára.
Ég er reyndar mjög fegin, hann stóð sig eins og hetja og gerði þetta mun betur en ég hefði nokkurntímann gert :P
Helga fór strax út í garð að stússast, sem var örugglega besti staðurinn til að vera á afþví það var sól og mjög gott veður :)

Þegar Elías kom heim þá byrjaði hann að reyna að drepa hraunið… sem kom svo í ljós að var veggfóður sem við byrjuðum bara að kroppa af með kíttispaða og þolinmæði.
Reyndar er neðsti parturinn af einum veggnum svolítið eins og hann hafi verið gerður úr spartli og það virðist vera nánast ómögulegt að ná veggfóðrinu af þar, en við hljótum að finna eitthvað útúr því.
Gerða syst mætti svo á svæðið og við réðum hana strax í að kroppa hraunið af með okkur, og við vorum að til ellefu/hálf tólf.

Photoset

Föstudagurinn 25.07.14

Á föstudaginn fór ég af stað með það mikla markmið að koma Senseo kaffivélinni fyrir, skella upp máningarprufum og gera allt tilbúið fyrir málverk…
Það tók sirka klukkutíma (með heimsókn frá nágrönnunum) en restin af deginum fór í það að skrúfa þessar þrjár hurðar sem Elías skildi eftir á eldhúsinnréttingunni og kroppa málningu af flísunum inni í eldhúsi.
Hver málar yfir flísar, og afhverju í ósköpunum?

Stóri litli frændi minn hann Sigurður var svo ráðinn í heyskap :)
Hann þurfti að dröslast með sláttuorfið út um allan garð og náði að troðfylla þrjá svarta ruslapoka í fyrstu umferð.
Þvílíkur dugnaður!

Þegar ég var búin að sækja Elías í vinnuna þá skelltum við okkur í Byko til þess að kaupa þessa blessuðu málningu sem tók heila eilífð að velja, og til þess að leigja vél til þess að pússa niður hraunið á veggjunum og loftinu í eldhúsinu… en auðvitað tók það okkur svo langan tíma að ákveða hvað við þyrftum nauðsynlega að eiga til þess að geta málað að það var búið að loka tækjaleigunni, svo við ákváðum að láta það bara eiga sig.

Seinna um kvöldið fórum við svo og skrúfuðum í sundur sjónvarpssamstæðuna sem var inni í stofu.
Eða við skrúfuðum hana lausa og Elías karate-sparkaði henni í sundur…
Hún endaði svo út um alla neðri hæð afþví hún var í milljón pörtum.
Ljóta draslið.

Photo
Um miðjan júní síðastliðinn skelltum við Elías okkur inn á fasteignasölu og gerðum kauptilboð í hús í Grindavík.

Ég man ekki hvenær við sáum mbl.is auglýsinguna fyrst, ég veit bara að eftir það þá athugaði ég reglulega hvort húsið væri ennþá til sölu og varð alltaf pínu glöð þegar ég sá litlu myndina af því inn á fasteignasíðunum.
Þetta gekk svona í nokkra mánuði, en þó við værum bæði mjög skotin (Elías var líka skotinn, ég sver það!) þá sáum við ekki fram á að það tæki því að fara að skoða í það í persónu afþví við áttum ekki fyrir útborgun.

Einhverjum mánuðum seinna, eftir mikið stress og óvissu um leigusamning og leiguhúsnæði, buðust foreldrar hans Elíasar til þess að lána okkur fyrir hluta af útborguninni.
Við fórum öll fjögur saman að skoða húsið og í huganum flutti ég strax inn með mann, ketti, og blóm.
Elías henti sér svo í það að reikna allt lífið okkar út (ég treysti honum fyrir svona, tölur eru ekki vinir mínir) og þegar hann var orðinn sáttur við útreikningana og búinn að útskýra þá fyrir mér á tungumáli sem ég skil, þá tókum við boðinu fagnandi :)

20ogeitthvað virku dagarnir sem það tók frá kauptilboði að kaupsamning gerðu mig nánast geðveika; það hjálpaði ekki að ég hafði þarna nógan tíma til að plana nánast allar framkvæmdir fram og til baka í huganum en þurfti svo að sitja þolinmóð og bíða eftir einhverju sem ég var ekki einu sinni 100% viss um að myndi gerast.
En þetta hafðist á endanum og núna eru sko spennandi tímar framundan :)

Um miðjan júní síðastliðinn skelltum við Elías okkur inn á fasteignasölu og gerðum kauptilboð í hús í Grindavík.

Ég man ekki hvenær við sáum mbl.is auglýsinguna fyrst, ég veit bara að eftir það þá athugaði ég reglulega hvort húsið væri ennþá til sölu og varð alltaf pínu glöð þegar ég sá litlu myndina af því inn á fasteignasíðunum.
Þetta gekk svona í nokkra mánuði, en þó við værum bæði mjög skotin (Elías var líka skotinn, ég sver það!) þá sáum við ekki fram á að það tæki því að fara að skoða í það í persónu afþví við áttum ekki fyrir útborgun.

Einhverjum mánuðum seinna, eftir mikið stress og óvissu um leigusamning og leiguhúsnæði, buðust foreldrar hans Elíasar til þess að lána okkur fyrir hluta af útborguninni.
Við fórum öll fjögur saman að skoða húsið og í huganum flutti ég strax inn með mann, ketti, og blóm.
Elías henti sér svo í það að reikna allt lífið okkar út (ég treysti honum fyrir svona, tölur eru ekki vinir mínir) og þegar hann var orðinn sáttur við útreikningana og búinn að útskýra þá fyrir mér á tungumáli sem ég skil, þá tókum við boðinu fagnandi :)

20ogeitthvað virku dagarnir sem það tók frá kauptilboði að kaupsamning gerðu mig nánast geðveika; það hjálpaði ekki að ég hafði þarna nógan tíma til að plana nánast allar framkvæmdir fram og til baka í huganum en þurfti svo að sitja þolinmóð og bíða eftir einhverju sem ég var ekki einu sinni 100% viss um að myndi gerast.
En þetta hafðist á endanum og núna eru sko spennandi tímar framundan :)

Photo
Eins og ég upplifi lífið mitt akkúrat núna þá líður mér eins og það sé ofboðslega mikið að gerast en samt ekki neitt.Mig langar að hárreyta sjálfa mig af óþolinmæði og stressi yfir engu… allavega engu sem ég hef stjórn á.Afhverju líður mér alltaf eins og að ég sé að missa af öllu?Er það afþví ég er stanslaust að bera mig saman við annað fólk og þeirra líf, eða lífið sem það sýnir manni á Facebook?

Eins og ég upplifi lífið mitt akkúrat núna þá líður mér eins og það sé ofboðslega mikið að gerast en samt ekki neitt.
Mig langar að hárreyta sjálfa mig af óþolinmæði og stressi yfir engu… allavega engu sem ég hef stjórn á.

Afhverju líður mér alltaf eins og að ég sé að missa af öllu?
Er það afþví ég er stanslaust að bera mig saman við annað fólk og þeirra líf, eða lífið sem það sýnir manni á Facebook?

Photo
Mig langar alltaf meira og meira í flúr sem lítur úr eins og svartsaumur.Ég hef samt ekki hugmynd um hvar ég myndi fá mér það eða hvernig mynstrið ætti að vera…Kannski ég einbeiti mér bara að erminni sem mig langar líka í.Spurning um að fara og ræða við einhvern flúrara (ehem, einhvern á Bleksmiðjunni þ.e.a.s) um hugmyndirnar mínar og sjá hvort það sé hægt að teikna eitthvað uppúr þeim.

Mig langar alltaf meira og meira í flúr sem lítur úr eins og svartsaumur.
Ég hef samt ekki hugmynd um hvar ég myndi fá mér það eða hvernig mynstrið ætti að vera…

Kannski ég einbeiti mér bara að erminni sem mig langar líka í.
Spurning um að fara og ræða við einhvern flúrara (ehem, einhvern á Bleksmiðjunni þ.e.a.s) um hugmyndirnar mínar og sjá hvort það sé hægt að teikna eitthvað uppúr þeim.

(Source: avaguebewilderment)

Photo
Pokapokar eru reyndar ekki my thing, en jú…

Pokapokar eru reyndar ekki my thing, en jú…

(Source: thinknseriously, via shitlizlemonsays)

Photoset

Aaaaaaw, lookat’em!

(Source: jbaggles, via mandymorbid)

Photoset

(Source: thepegosaurus, via uwcontrol)

Photoset

mandymorbid:

Role model.

Yes.

(Source: bussykween)